Umsóknir

Umsækjendur verða að skila inn:

  1. Umsækjendur skila inn útfylltu umsóknareyðublaði í VMV (umsóknin er pdf skrá en hægt er að ná í nauðsynlegt forrit hér)
  2. Staðfestu afriti af stúdentsprófsskírteini  Skírteinið verður að vera frumrit og stimplað af viðkomandi skóla. Einkunnablað verður einnig að fylgja skírteininu. Má ekki senda inn rafrænt.

Skila skal umsóknareyðublaði og staðfestu afriti af stúdentsprófsskírteinu til verkefnastjóra VMV námsins, Gimli 253 eða á þjónustuborðið í Gimili, fyrstu hæð.

  • Óski umsækjandi eftir því að fá fyrra nám á háskólastigi metið þarf staðfest yfirlit um námið að fylgja með umsókninni (nánari upplýsingar um metið fyrra nám).

  • Inntökuskilyrði eru þau sömu og í BS námi í dagskóla, þ.e. stúdentspróf af bóknámsbraut eða annað sambærilegt nám.

  • Undanþágur frá inntökuskilyrðum: Inntökuskilyrði er stúdentspróf. Þeir sem hafa ekki stúdentspróf geta sótt um inngöngu samkvæmt undanþágureglum skólans og viðmiðum Viðskiptafræðideildar.

  • Meðmæli eru ekki nauðsynleg en geta styrkt umsóknina.

  • Fjöldi nemenda í kvöldskóla er takmarkaður og tekið verður mið af árangri í fyrra námi og starfi við val á nemendum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is