Umsagnir nemenda

Mín fyrstu viðbrögð og kynni af Háskólanum voru þau að ég hálfpartinn ætlaði að bakka út úr byggingunni. Mér fannst umhverfið og í raun hugmyndin um námið sjálft vera eitthvað svo stórt og að ég ætti ekkert erindi í nám á háskólastigi. Í ljós kom að mín besta ákvörðun á minni starfsævi var tekin á sekúndubroti á miðju Háskólatorgi, sem var að gefa náminu, og mér um leið, tækifæri. Tækifæri til þess að láta á reyna, taka eitt VMV námskeið og sjá hvert það myndi leiða mig. Sú ákvörðun mun skila mér BS-gráðu í viðskiptafræði vorið 2016 og hefur nú þegar stutt mig í að stofna mitt eigið fyrirtæki sem ég rek samhliða náminu og vinnu. VMV námið hefur því reynst mér ómetanlegt, bæði hvað varðar aukið sjálfstraust sem og stuðning frá samfélaginu sem skólinn er. Kennarar og nemendur hafa á þessum árum skapað með mér ógleymanlegar minningar og tengingar sem munu nýtast mér um ókomna framtíð.

-Ásta Birna O. Björnsdóttir, verkefnastjóri hjá Vogabæ/eigandi og stjórnarformaður Igloo ehf.

 

Ég hef alltaf gengið með viðskiptafræðinginn í maganum en háskólanámið sat á hakanum hjá mér, þangað til ég frétti af VMV náminu í HÍ. Ég er í mjög krefjandi starfi og hefur námið gefið mér heilmikinn styrk og sjálfstraust sem ég nýti á hverjum degi í vinnunni. Fyrirkomulagið sem HÍ bíður uppá hvetur fólk eins og mig við að stunda nám með vinnu og þannig ná sér í háskólamenntun. Það sem ég tek með mér í lok dags eru skemmtileg fög, vandaðir kennarar og frábær félagsskapur.

-María Guðmundsdóttir, forstöðumaður einstaklingsráðgjafar Sjóvár

 

 

 

VMV námið hentar mér vel af því ég get aðlagað námið að vinnuálaginu hverju sinni. Tengslanetið sem ég hef myndað við bæði kennara og nemendur er ómetanlegt og hefur nú þegar skilað mér verðmætum í starfið mitt. Ég get hiklaust mælt með viðskiptafræði með vinnu.

-Herwig Syen, mannauðsstjóri hjá Foodco

 

 

 

 

Viðskiptafræði með vinnu er mjög góð leið fyrir þá sem hafa verið að fresta námi, eins og ég var búin að gera í nokkur ár. Þegar ég kynnti mér lotu kerfið sem er í boði hér þá var ekkert sem stóð lengur í vegi fyrir því að láta slag standa. Það er nefnilega svo gott að geta tekið pásur ef þannig liggur við persónulega eða vinnulega. Frábær leið til að auka við sig þekkingu og færni.

-Júlía Rós Júlíusdóttir, Arion Banki

 

 

 

VMV-námið er mjög krefjandi en um leið áhugavert og skemmtilegt. Allir áfangar eru vel skipulagðir og hentar lotukerfið mér persónulega mjög vel. Ég mæli með þessu námi fyrir alla sem vilja bæta við sig hagnýtri þekkingu, auka sjálfstraustið og hæfni í starfi.

-Jón Kjartan Kristinsson, sölustjóri hjá Smith & Norland

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is