Um VMV

Námskeið á BS stigi (VMV)

Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands býður upp á námskeið á BS stigi og stuttar námsbrautir samhliða starfi. Námið er sérstaklega sniðið að þörfum þeirra sem vilja leggja stund á háskólanám með vinnu. Námsefni og námskröfur eru þær sömu og í BS námi í dagskóla en kennslufyrirkomulag er talsvert frábrugðið.

Nemendur hafa kost á því að fá þjálfun í öllum helstu greinum viðskiptafræði, svo sem fjármálum, markaðsfræði, reikningshaldi og stjórnun.

Kennarar eru að mestu þeir sömu og í BS námi í dagskóla í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Námið býr því að hópi afbragðskennara með mikla kennslureynslu og framúrskarandi þekkingu á sínum fræðasviðum.

Nemendur greiða hefðbundin skráningargjöld í Háskóla Íslands og auk þess gjald fyrir hvert námskeið.

Stuttar námsbrautir (36 einingar)

Nemendum gefst tækifæri á því að ljúka 36 eininga sérhæfðum námsbrautum í viðskiptafræði með vinnu. Námsbrautirnar eru; Stjórnun markaðsmála, Stjórnun og stefnumótun, Reikningshald og fjármál. Nemendur taka 6 námskeið á einu ári en taka þó alltaf einungis eitt námskeið í einu og ljúka prófi áður en næsta námskeið hefst.

Námskeið metin til BS gráðu eða 60/120 einingar

Nemendur sem sækjast eftir BS gráðu eða 60/120 eininga diplóma í viðskiptafræði geta sótt það til Viðskiptafræðideildar. Nemendur sem hafa tekið námskeið á BS stigi í VMV náminu geta fengið þau námskeið metin upp í BS gráðu eða 60/120 einingar hjá Viðskiptafræðideild.

Af hverju viðskiptafræði með vinnu?

  • Nám í viðskiptafræði með vinnu -VMV er kjörin leið fyrir þá sem hafa áhuga á að auka tækifæri sín á vinnumarkaði.
  • Námið er sérstaklega sniðið að þörfum þeirra sem vilja leggja stund á háskólanám með vinnu þar sem kennt er seint á daginn og í sumum tilvikum á laugardögum.
  • Námið er bæði fjölbreytt og framsækið og gefur nemendum góða fræðilega undirstöðu, ýtir undir skapandi hugmyndir og öguð vinnubrögð.
  • Nám í viðskiptafræði í Háskóla Íslands er þekkt fyrir gæði og hefur á sér gott orðspor.
  • Kennarar námsins eru framúrskarandi og oft á tíðum með mikla kennslureynslu og djúpa þekkingu á sínum fræðasviðum.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is