Stuttar námsbrautir

Boðið er upp á þrjár stuttar námsbrautir sem samanstanda af sex námskeiðum (samtals 36 einingum). Lengd hverrar námsbrautar er heilt skólaár (ágúst-maí) og lýkur með 36 eininga diplóma.

Öll námskeið sem kennd eru í stuttum námsbrautum eru á BS-stigi og fást metin inn í BS-nám við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Nám í stuttum námsbrautum í VMV getur því reynst ákjósanlegur kostur fyrir fólk sem hefur áhuga á að afla sér BS-gráðu en hefur ekki tök á að stunda nám í dagskóla. Fólk getur þá lokið einstökum námslínum og tekið stutt námskeið sem fást metin inn í BS-nám við Viðskiptafræðideildina.

Námskeiðsgjald: Greitt er skrásetningargjald fyrir skólaárið 75.000 og 70.000 fyrir hvert námskeið.

Nánari upplýsingar um hverja námsbraut má finna í veftrénu hér á vinstri hönd. Allar nánari upplýsingar gefur Lena Heimisdóttir, verkefnastjóri VMV (lena@hi.is)
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is