Stjórnun og stefnumótun

Námsbraut í stjórnun og stefnumótun er á vegum Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands. Kennd eru 6 námskeið á tveimur misserum. Á hvoru misseri eru kennd þrjú námskeið og jafngildir hvert námskeið 6 eininga námskeiði (ECTS) í grunnnámi háskólastigsins. Skipulag námskeiða er sem hér segir:

Tímabil Námskeið Kennsla

Lota 1 - ágúst - sept 

Vinnumarkaðurinn og þróun hans Þriðjudaga og föstudaga

Lota 2 - okt - nóv

Inngangur að stjórnun Mánudaga og fimmtudaga

Lota 3 - nóv - des

Stjórnun og skipulagsheildir Þriðjudaga og föstudaga

Lota 4 - jan - feb

Inngangur að mannauðsstjórnun (enska) Mánudaga og fimmtudaga

Lota 5 - feb - mars 

Stefnumótun fyrirtækja Þriðjudaga og föstudaga

Lota 6 - apríl - maí

Verkefnastjórnun Miðvikudaga og laugardaga

Markmið

Hæfni á sviði stjórnunar og stefnumótunar er nauðsynlegt veganesti í öllum rekstri. Námsbrautin leggur grunn að hæfni nemenda, að þeir öðlist almenna þekkingu og kynnist nýjustu strumum á sviði stjórnuanr og stefnumótunar. Einnig miðar námsbrautin að því að nemnedur nái tökum á aðferðum og úrræðum á sviðið stjórnunar og geti beitt þeim við lausn reunverkefna. Námskeiðin eru öll sniðin að því að takmarki að búa nemendur undir að taka að sér ábyrgðarstörf á sviði stjórnunar og stefnumótunar. Að loknu námi eiga nemendur að:

  • Þekkja til kenninga stjórnunar
  • Geta greint og mótað stefnu fyrirtækis
  • Þekkja vel til mannauðs og mikilvægis menningar
  • Þekkja til samskipta aðila á vinnumarkaðnum
  • Geta með gagnrýnum hætti rýnt í skipulag fyrirtækja
  • Hafa tileinkað sér vinnulag verkefnastjórnunar

Fyrir hverja?

Námsbrautin er hugsuð fyrir stjórnendur í fyrirtækjum og opinberum stofnunum sem vilja auka við þekkingu sína á sviði stjórnunar og stefnumótunar. 

Einingar

Námið samsvarar 36 eininga (ECTS) námi á háskólastigi. Gerðar eru kröfur um heimavinnu og má reikna með 15 klukkustundum á viku auk prófundirbúnings. Námið er metið til eininga í Viðskiptafræðideild samkvæmt sérstökum reglum þar um ef nemandi kýs að halda áfram námi og ljúka BS prófi í viðskiptafræði.

Kennslufyrirkomulag

Eitt námskeið er kennt í einu í 5 vikur (tvisvar í viku) og lýkur hverju námskeiði með prófi og/eða verkefni áður en næsta námskeið hefst. Í lok náms fá þeir nemendur sem ljúka prófum diplómaskírteini sem vottar þátttöku og frammistöðu þeirra í náminu. Kennslan verður starf- og verkefnamiðuð og byggist á fyrirlestrum, æfingum og verkefnum. Kennsla hefst í ágúst og lýkur í maí.

Greiðslufyrirkomulag

Nemendur greiða hefðbundið skrásetningargjald í Háskóla Íslands (75.000 kr.) sem er greitt í júlí. Auk þess er greitt gjald fyrir hvert námskeið (70.000 kr.). Námskeiðsgjald fyrir hvert námskeið er á eindaga rétt áður en hvert námskeið hefst. Ef nemendur fresta námskeiðum yfir á annað skólaár þá þurfa nemendur að greiða annað skrásetningargjald.

Sækja um nám

Hægt er að sækja um nám í diplómu í stjórnun og stefnumótun hér á vefnum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is