Stjórnun markaðsmála

Námsbraut í stjórnun markaðsmála er á vegum Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands. Kennd eru 6 námskeið á tveimur misserum. Á hvoru misseri eru kennd þrjú námskeið og jafngildir hvert námskeið 6 eininga námskeiði (ECTS) í grunnnámi háskólastigsins. Skipulag námsbrautarinnar er sem hér segir:

Tímabil

Námskeið

Kennsludagar

Lota 1 - ágúst - sept

Inngangur að markaðsfræði

Þriðjudaga og föstudaga

Lota 2 - okt - nóv

Vörumerkjastjórnun

Þriðjudaga og föstudaga

Lota 3 - nóv - des

Markaðsáætlanagerð (enska)

Mánudaga og fimmtudaga

Lota 4 - jan - feb

Markaðsrannsóknir 

Þriðjudaga og föstudaga

Lota 5 - feb - mars 

Viðskipti og alþjóðasamskipti (enska)

Mánudaga og fimmtudaga

Lota 6 - apríl - maí

Markaðsfærsla þjónustu

Þriðjudaga og föstudaga

Markmið

Færni í markaðsfræði er lykilatriði í nútíma rekstri og aukin krafa er gerð um að allir starfsmenn fyrirtækja taki virkan þátt í markaðsstarfinu. Markmið námsbrautarinnar er að nemendur öðlist góðan skilning á þeim sérstöku viðfangsefnum er snúa að greiningu, stefnumörkun, útfærslu og eftirfylgni faglegs markaðsstarfs. Enn fremur að nemendur fái innsýn í þau fjölbreyttu viðfangsefni sem tengjast undirbúningi og framkvæmd markaðsstefnu og markaðsaðgerða. Að loknu námi eiga nemendur að:

  • Þekkja helstu hugtök og aðferðir markaðsfræðinnar
  • Geta framkvæmt, unnið með og túlkað niðurstöður markaðsrannsókna
  • Þekkja og kunna skil á helstu aðferðum við að byggja upp virði vörumerkja
  • Kunna að undirbúa og skipuleggja kynningaráætlanir
  • Geta undirbúið, skipulagt og metið árangur markaðsstarfs

Fyrir hverja?

Námsbrautin er fyrir einstaklinga sem starfa að markaðsmálum, vilja efla faglega þekkingu og færni í faginu og takast á við krefjandi störf á sviði markaðs­ mála. 

Einingar

Námið samsvarar 36 eininga (ECTS) námi á háskólastigi. Gerðar eru kröfur um heimavinnu og má reikna með 15 klukkustundum á viku auk prófundirbúnings. Námið er metið til eininga í Viðskiptafræðideild samkvæmt sérstökum reglum þar um ef nemandi kýs að halda áfram námi og ljúka BS prófi í viðskiptafræði.

Kennslufyrirkomulag

Eitt námskeið er kennt í einu í 5 vikur (tvisvar í viku) og lýkur hverju námskeiði með prófi og/eða verkefni áður en næsta námskeið hefst. Í lok náms fá þeir nemendur sem ljúka prófum diplómaskírteini sem vottar þátttöku og frammistöðu þeirra í náminu. Kennslan verður starf- og verkefnamiðuð og byggist á fyrirlestrum, æfingum og verkefnum. Kennsla hefst í ágúst og lýkur í maí.

Greiðslufyrirkomulag

Nemendur greiða hefðbundið skrásetningargjald í Háskóla Íslands (75.000 kr.) sem er greitt í júlí. Auk þess er greitt gjald fyrir hvert námskeið (70.000 kr.). Námskeiðsgjald fyrir hvert námskeið er á eindaga rétt áður en hvert námskeið hefst. Ef nemendur fresta námskeiðum yfir á annað skólaár þá þurfa nemendur að greiða annað skrásetningargjald.

Sækja um nám

Hægt er að sækja um nám í diplómu í stjórnun markaðsmála hér á vefnum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is