Próf

Sérúrræði

Þeir nemendur sem hafa leitað til Námsráðgjafar Háskóla Íslands og fengið samning þess efnis að þeir fái lengdan próftíma eða sértæk úrræði í prófum, verða að afhenda verkefnastjóra VMV-námsins þann samning og tilkynna verkefnisstjóra í hvert skipti (með viku fyrirvara) þegar próf er tekið.

Veikindi

Ef nemandi getur ekki þreytt próf vegna veikinda þarf að skila læknisvottorði á þjónustuborð á Háskólatorgi innan þriggja daga frá því að próf fór fram (nafn/kt. nemanda og númer á námskeiði verður að fylgja).

Upptöku- og sjúkrapróf

Nemendur skrá sig í upptöku- og sjúkrapróf hjá verkefnastjóra VMV námsins. Upptöku- og sjúkrapróf í námskeiðum verða alltaf haldin fyrir allar lotur í janúr og maí/júní. Kjósi nemandi að endurtaka próf ári eftir að viðkomandi hefur setið námskeið, án þess að sitja það aftur, gefst viðkomandi kostur á að greiða sérstaklega fyrirþað próf, án þess að greiða fyrir allt námskeiðið aftur. Gjald fyrir slíkt próf er 15.000 krónur. Einkunnir fyrir verkefni flytjast aldrei milli skólaára.

Tvífall

Falli nemandi tvisvar í sama prófi telst hann tvífallinn og á það einnig við um milli VMV námskeiða og námskeiða í reglubundnu námi við viðskiptafræði (dagskóla). Við tvífall þurfa nemendur að endurskrá sig í skólann og fá heimild til að halda þeim einkunnum sem er 6,0 eða hærri. Próf má aðeins endurtaka einu sinni. Ef nemendur eru skráðir í sama námskeið í VMV-náminu og dagskóla þá mun koma kerfisvilla í Uglunni. Ef nemandi vill hækka prófseinkunn sína getur hann skráð sig aftur í sama próf og gildir síðari einkunn óháð niðurstöðu.

Námsmat

Í flestum námskeiðum byggir námsmat á nokkrum þáttum, m.a. prófum, verkefnum og þátttöku. Nemandi þarf þó ávallt að standast lokapróf með lágmarkseinkunn 5,0 til að aðrir þættir í námsmati séu teknir inn í námsmat í viðkomandi námskeiði.

Verkefni í námskeiðum gilda einungis á sama skólaári og þau eru gerð. Falli nemandi í námskeiði getur hann ekki flutt verkefnaeinkunn með sér yfir á næsta skólaár. Það sama á við um verkefni í námskeiðum sem nemandi missir niður vegna tvífalls. Einkunnir fyrir verkefni flytjast aldrei milli skólaára. Nemandi þarf alltaf að standast prófhluta námskeiðs til að einkunn fyrir verkefni gildi í lokaeinkunn.

Skoða próf

Nemendur eiga rétt á útskýringum kennara á mati skriflegrar úrlausnar sinnar, ef þeir sækja þess innan 15 daga frá birtingu einkunnar. Nemendi hefur þá samband við kennara viðkomandi námskeiðs.

Yfirferð úrlausna

Frá prófdegi hafa kennarar eina viku til að fara yfir og skila einkunnum en ein vika bætist við vegna jólahátíðarinnar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is