Námsbrautir

Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands býður upp á fjölbreytt námsframboð í viðskiptafræði með vinnu-VMV. Námið er sérstaklega sniðið að þörfum þeirra sem vilja leggja stund á háskólanám með vinnu. Boðið er upp á fjölda stakra námskeiða í viðskiptafræði, stuttar sérhæfðar námsbrautir (36 ECTS) og þeir sem sækjast eftir BS gráðu eða 60/120 eininga diplóma í viðskiptafræði geta fengið námskeið metin sem hluta af reglubundnu námi. Nemendur greiða hefðbundið skrásetningargjald í Háskóla Ísland auk þess er greitt gjald fyrir hvert námskeið.

Fyrir hverja?

  • Fólk í atvinnulífinu sem vill taka stök námskeið í viðskiptafræði sér til endurmenntunar 
  • Fólk í atvinnulífinu sem vill sérhæfa sig á ákveðnu sviði viðskiptafræðinnar (stuttar námsbrautir 36 eininga diplóma)
  • Fólk sem vill ljúka BS gráðu eða 60/120 eininga diplóma frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
  • Nemendur sem vantar grunn fyrir framhaldsnám í viðskiptafræði
  • Nemendur í reglubundnu námi í viðskiptafræði og vilja flýta fyrir námi

Fyrirkomulag námskeiða

Viðskiptafræði með vinnu-VMV er hugsað fyrir fólk í atvinnulífinu og því er skipulagið með þeim hætti að nemendur taka einungis eitt námskeið í einu. Hvert námskeið stendur í 5 vikur og lýkur með prófi áður en næsta hefst. Nemendur sækja tíma 2-3 í viku og ýmist er kennt kl. 17:00-20:45 á virkum dögum og/eða á laugardagsmorgnum.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is