Hagnýtar upplýsingar

 

Skráningar í námskeið

VMV-námskeið: Fyrir hvert misseri þurfa nemendur að velja sér námskeið sem þeir hyggjast sækja. Nemendur tilkynna verkefnastjóra hvaða námskeið þeir ætla að sitja og verkefnastjóri skráir nemendur í námskeið.

Námskeið í dagskóla: Nemendum býðst einnig að skrá sig í námskeið í reglubundnu námi í Háskóla Íslands sem kennt er á dagtíma og fer sú skráning jafnframt í gegnum verkefnastjóra. Mikilvægt er að nemendur fylgist með fresti sem nemendur hafa til að skrá sig í og úr námskeiðum í dagskóla.

Undanfari námskeiða: Mörg námskeið eru með undanfara. Nemendur hafa ákveðið frelsi varðandi það hvernig þeir skipuleggja nám sitt. Því fylgir sú ábyrgð að hafa lokið nauðsynlegum undanförum.

Úrsagnir úr námskeiðum: Úrsagnir úr prófum/námskeiðum skulu vera rafrænar og berast verkefnastjóra námsins, eins fljótt og unnt er eigi síðar en viku áður en námskeið hefst, aðrar reglur gilda um námskeið í dagskólanum og er mikilvægt að nemendur kynni sér þær. 

Dæmatímar

Dæmatímar fara fram á laugardögum í þeim námskeiðum þar sem boðið er upp á slíka tíma. Sjá nánari í kennsluáætlun hvers námskeiðs.

Kennslubækur

Upplýsingar um kennslubækur er að finna í kennsluáætlun námskeiða, en þær fást í flestum tilvikum í bóksölu stúdenta á Háskólatorgi. Einnig má nefna facebooksíðu þar sem seldar eru notaðar bækur.

Þráðlaust net

Allar upplýsingar varðandi tengingar við þráðlaust net á háskólasvæðinu má nálgast á vef Reiknistofnunar Háskóla Íslands.

Ef þið lendið í einhverjum vandræðum með tenginguna þá er tölvuþjónusta á þjónustuborði á Háskólatorgi (sem er nýja glerbyggingin vinstra megin við Aðalbygginguna) sem þið getið leitað til.

Stúdentakort og strætókort

Stúdentakortið veitir ykkur sólarhringsaðgang að skólabyggingunum. Einnig veitir það ykkur afslátt af vörum og þjónustu. Hægt er að sækja um stúdentakort á Uglunni. Á www.fs.hi.is eru nánari upplýsingar. Þar sem þið eruð nemendur við Háskóli Íslands þá hafið þið rétt á sérstökum nemakortum í strætó. Nemakortin veita verulegan afslátt miðað við almenn fargjöld. Nánari upplýsingar um nemakortin er að finna á straeto.is.

HI-netföng

Þegar þið hafið fengið í hendur HI-netföngin ykkar þá verður framvegis haft samband við ykkur í gegnum það netfang. Það er því mikilvægt að þið temjið ykkur þann vana að skoða þann póst reglulega. Það er hægt að áframsenda HI-póstinn á netfangið sem þið notið vanalega og leiðbeiningarnar eru á www.rhi.hi.is.

Hér eru áhugaverðir tenglar sem nemendur geta nýtt sér í náminu:

Hvar.is

Snara.is

Orðabanki íslenskrar málstöðvar

Allt um APA heimildastaðalinn

Lykilhugtök í markaðsfræði 1. hluti

Lykilhugtök í markaðsfræði 2. hluti

Markaðsrannsóknir, fjölrit

Markaðssetning þjónustu, fjölrit

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is