Greiðslufyrirkomulag

Nemendur sem taka námskeið í VMV-náminu greiða fyrir hvert námskeið, auk þess að greiða skrásetningargjald í Háskóla Íslands einu sinni á skólaári.
 
Námskeiðsgjald fyrir hvert námskeið í VMV er 70.000 kr. og er greitt fyrirfram (Skólaárið 2018-2019 mun námskeiðsgjald hækka í 77.000 kr.)
Skrásetningargjald í Háskóla Íslands er 75.000 kr. 
 

Að hætta við nám/námskeið í VMV

Skrásetningargjald í Háskóla Íslands
Nemandi getur ákveðið að hætta við þátttöku í náminu. Sé það gert er skrásetningargjald ekki endurgreitt. Taki nemandi ákvörðun um að hefja nám síðar á sama námsári þarf ekki að greiða skrásetningargjaldið aftur.
 
Námskeiðsgjöld í VMV
  • Reglan varðandi námskeiðsgjöld er sú að nemandi sem tilkynnir forföll með a.m.k. viku fyrirvara, áður en námskeið hefst, getur fengið gjaldið niðurfellt/endurgreitt eða átt það inni.
  • Nemandi sem segir sig úr námskeiði eftir að það hefst getur hvorki fengið námskeiðsgjaldið niðurfellt/endurgreitt né átt það inni.
  • Tilkynna skal forföll til verkefnastjóra á netfang lena@hi.is.

Viðskiptafræðistofnun áskilur sér rétt til að fella niður eða fresta námskeiðum ef ekki næst nægur þátttakendafjöldi eða ef aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður skapast. Námskeið sem verða með færri nemendur en 18 verða felld niður.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is