Fyrir nemendur

Nemendur í viðskiptafræði með vinnu - VMV eru með fjölbreyttan bakgrunn og hafa margir verið í þónokkur ár á vinnumarkaðnum áður en þeir hófu VMV námið. Allflestir vinna með skólanum og er meðalaldurinn í kringum 40 ár. Dagskólanemendum býðst einnig að taka námskeið í kvöldskólanum.

Fjöldi í námskeiðum er frá 13-50 nemendur. Það hefur gefið nemendum kost á því að geta verið í góðu sambandi við kennara og samnemendur. Það hefur verið áberandi í VMV náminu að flestir nemendur mæta vel í tíma og taka virkan þátt í tímum.

Upplýsingar um kennslubækur í viðkomandi námskeiði eru skráðar í kennsluáætlun þess námskeiðs en auk þess er hægt sjá bókalista á vef Bóksölu Stúdenta.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is