Stúdentakort Háskóla Íslands

Nemendur í Háskóla Íslands geta sótt um stúdentakort í Uglu: Uglan mín → Stúdentakort. Stúdentakort er auðkennis- og afsláttarkort en í umsókninni þarf að velja hvort stúdentakortið veiti aðgang að byggingu (1.500 kr.) eða ekki (frítt). Enginn útlitsmunur er á kortunum en nemendur velja annað hvort.
 
Þegar kortið er tilbúið þarf að sækja það á þjónustuborðið á Háskólatorgi.
 
Aðgangskortið veitir þér aukinn aðgang að einum af neðangreindum kjörnum Háskólans umfram venjulegan opnunartíma þeirra:
 
Kjarni 1: Háskólatorg
Opið á virkum dögum
Almennt: 7:30-21:00
Stúdentakort: 7:30-23:55
Opið á laugardögum
Almennt: 7:30-17:00
Stúdentakort: 7:30-23:55
Opið á sunnudögum
Almennt: Lokað
Stúdentakort: 7:30-23:55
Hægt er að ganga inn um vestur- eða austurdyr Háskólatorgs en innangengt er í Gimli, Lögberg og Odda.
 
Kjarni 2: VR-II
Opið á virkum dögum
Almennt: 7:30-21:00
Stúdentakort: 7:30-23:55
Opið á laugardögum
Almennt: 7:30-17:00
Stúdentakort: 7:30-23:55
Opið á sunnudögum
Almennt: Lokað
Stúdentakort: 7:30-23:55
 
Kjarni 3: Askja
Opið á virkum dögum
Almennt: 7:30-18:00
Stúdentakort: 7:30-23:55
Opið á laugardögum
Almennt: Lokað
Stúdentakort: 7:30-23:55
Opið á sunnudögum
Almennt: Lokað
Stúdentakort: 7:30-23:55
 
Kjarni 4: Hamar (Stakkahlíð)
Opið á virkum dögum
Almennt: 7:30-17:00
Stúdentakort: 7:30-23:55
Opið á laugardögum
Almennt: Lokað
Stúdentakort: 7:30-23:55
Opið á sunnudögum
Almennt: Lokað
Stúdentakort: 7:30-23:55
Á prófatíma veita aðgangskort aðgang til kl. 2 eftir miðnætti.
 
Athugið að ekki er hægt að breyta aðgangslausu korti í aðgangskort eftir á heldur verður að sækja um nýtt kort. Ef þú vilt skipta um kortategund þarftu að senda póst á studentakort@hi.is frá HI-netfangi þínu með kennitölu og skýringu og þá verður opnað fyrir nýja umsókn í Uglu.
 
Aðgangskort kostar 1.500 kr. og þú getur fengið 1.000 kr. endurgreiddar ef þú skilar kortinu að námi loknu.
 
Athugaðu að þú sækir ekki um nýtt stúdentakort á hverju ári heldur færðu límmiða með nýjum gildistíma á Þjónustuborðinu Háskólatorgi.
 
Upplýsingar um afslætti sem fylgja kortinu er að finna á vef Stúdentaráðs.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is