Taktu skref fram á við - Sameinaðu nám og vinnu

Þriðjudaginn 23. maí næstkomandi fer fram kynningarfundur fyrir VMV námið.

Fundurinn fer fram í Gimli 102 frá kl 12:10-12:50.

Lena Heimisdóttir, verkefnastjóri VMV námsins,  kynnir námið ásamt fyrirkomulagi þess en að auki mun Magnús Pálsson, forstöðumaður námsins, halda stutt erindi.

Boðið verður upp á léttar veitingar og fer skráning fram hér að neðan.

Umsóknarfrestur í VMV námið er til og með 5. júní.

Viðskiptafræði með vinnu

Viðskiptafræði með vinnu-VMV er hugsað fyrir fólk í atvinnulífinu og því er skipulagið með þeim hætti að nemendur taka einungis eitt námskeið í einu. Hvert námskeið stendur í 5 vikur og lýkur með prófi áður en næsta hefst. Nemendur sækja tíma 2-3 í viku og ýmist er kennt kl. 17:00-20:45 á virkum dögum og/eða á laugardagsmorgnum.

Boðið er upp á þrjár stuttar námsbrautir í: Stjórnun markaðsmálaStjórnun og stefnumótun og Reikningshald og fjármál auk þess sem nemendur geta lokið 60/120 eininga diplómu úr náminu.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is