Stjórn Viðskiptafræðistofnunar

Ný stjórn Viðskiptafræðistofnunar tók til starfa nýlega, en kjörtímabil hennar er tvö ár. Nýr formaður stjórnar er Sveinn Agnarsson, dósent og varaformaður er Svala Guðmundsdóttir dósent. Aðrir í stjórninni eru; Lára Jóhannsdóttir, lektor, Magnús Þór Torfason, lektor og Friðrik Larsen, lektor. Sveinn, Svala og Lára hafa áður setið í stjórninni, en Magnús og Friðrik eru nýir. Auk stjórnarinnar eru starfsmenn Viðskiptafræðistofnunar; Magnús Pálsson, forstöðumaður, Gyða Hlín Björnsdóttir verkefnisstjóri og Lena Heimisdóttir verkefnisstjóri.

Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands er fræðslu- og rannsóknastofnun sem er starfrækt í umboði Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands. Fjölbreytt nám er í boði hjá stofnuninni bæði fyrir þá sem leita sér að grunnháskólamenntun með vinnu, t.d. Viðskiptafræði með vinnu (VMV), og þeim sem hafa áhuga á að bæta við háskólanámi, t.d. MBA. 

Á mynd f.v; Svala Guðmundsdóttir dósent, Gyða Hlín Björnsdóttir, Lena Heimisdóttir, Lára Jóhannsdóttir lektor,Magnús Þór Torfason lektor, Magnús Pálsson og Sveinn Agnarsson dósent. Á mynd vantar Friðrik Larsen lektor og Ester Gústavsdóttir sem er í fæðingarorlofi.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is