Sameinaðu nám og vinnu í VMV

Fimmtudaginn 2. júní verður haldinn kynningarfundur fyrir VMV nám Háskóla Íslands.

Fundurinn fer fram í Gimli, stofu 102, frá kl 12:10-12:50.

Á fundinum mun Lena Heimisdóttir, verkefnastjóri námsins, kynna námið og fyrirkomulag þess en að auki mun Magnús Pálsson, forstöðumaður námsins, halda stutt erindi.
Að lokum mun Jón Kjartan Kristinsson, VMV nemandi, segja frá reynslu sinni af náminu. Boðið verður upp á léttar veitingar og fer skráning fram hér að neðan.

Umsóknarfrestur í VMV námið er til 5. júní næstkomandi.

Viðskiptafræði með vinnu

Viðskiptafræði með vinnu (VMV) er hugsað fyrir fólk í atvinnulífinu og því er skipulagið með þeim hætti að nemendur taka einungis eitt námskeið í einu. Hvert námskeið stendur í 5 vikur og lýkur með prófi áður en næsta hefst. Nemendur sækja tíma 2-3 í viku og ýmist er kennt kl. 17:00-20:45 á virkum dögum og/eða á laugardagsmorgnum.

Boðið er upp á þrjár stuttar námsbrautir í: Stjórnun markaðsmála, Stjórnun og stefnumótun og Reikningshald og fjármál auk þess sem nemendur geta lokið 60/120 eininga diplómu úr náminu.

Fyrir hverja?

  • Fólk í atvinnulífinu sem vill taka stök námskeið í viðskiptafræði sér til endurmenntunar
  • Fólk í atvinnulífinu sem vill sérhæfa sig á ákveðnu sviði viðskiptafræðinnar (stuttar námsbrautir 36 eininga diplóma)
  • Fólk sem vill ljúka BS gráðu eða 60/120 eininga diplóma frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
  • Nemendur sem vantar grunn fyrir framhaldsnám í viðskiptafræði
  • Nemendur í reglubundnu námi í viðskiptafræði og vilja flýta fyrir námi
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is