Fyrirtækjaheimsókn í Meniga

Fimmtudaginn 26.mars síðastliðinn bauð fyrirtækið Meniga nemendum í Viðskiptafræði með vinnu (VMV) í heimsókn til sín og kynnti þeim fyrir því sem þau eru að gera.

Mættu nemendur galvaskir í höfuðstöðvar Meniga í Turninum Kópavogi og tóku Kristín Hrefna Halldórsdóttir, viðskiptastjóri, og Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri íslenskra viðskipta, á móti hópnum. Fræddu þau hópinn um starfsemi fyrirtækisins ásamt því að sýna þeim hvað væri nýjast í heimilisfjármálahugbúnaði hér á landi.

Meniga er hugbúnaðarframleiðslu fyrirtæki sem sérhæfir sig í heimilisfjármálahugbúnaði og er markaðsleiðandi á sínu sviði í Evrópu. Í dag eru yfir 20 milljón notendur sem nota hugbúnað Meniga út um allan heim. Fyrirtækið er með starfsstöðvar í 3 löndum og hefur yfir 100 starfsmenn.

Þökkum við Meniga kærlega fyrir góðar móttökur og áhugaverða kynningu.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is