Why we buy: Science of shopping

Af hverju kaupir fólk eða kaupir ekki? Hvað þarf til að fólk bregði út af venjunni og kaupi annað en upphaflega stóð til? Hvaða hvatar verka best hjá söluaðilum gagnvart ólíkum aldurshópum. Hvað má áreita viðskiptavinahópa mikið án þess að fara yfir strikið? Spurningar sem þessar verða sífellt ágengari nú þegar framundan er kröftug þróun á nær öllum sviðum viðskipta. 

Ráðstefna með yfirheitinu „Why We Buy: The Science of Shopping“ verður haldin í Háskólabíói fimmtudaginn 25. september nk.

Þar munu smásölu- og vörumerkjasérfræðingarnir Paco Underhill og Martin Lindstrom halda fyrirlestur um kauphegðun, vörumerkjavitund, veltuaukningu verslana og framtíð smásölu. Báðir hafa þeir kynnt sér í þaula hvernig verslanir og skynfæri vinna saman og hvernig framtíð vörumerkja og smásölu er háttað og hyggjast miðla þeirri þekkingu sinni til ráðstefnugesta.

Fullt verð á ráðstefnuna er 39.900. Háskólastúdentar fá miðann á 20.000. Áhugasamir hafi samband: midakaup@scienceofshopping.is 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is